- Advertisement -

Spillt ríkisstjórn

Hinar glórulausu aðgerðir ríkisstjórnarinnar að sáldra tugum milljarða til fallandi fyrirtækja er ekkert annað en fyrirtækja-sósíalismi.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Súluritið yfir fjölda erlendra ferðamanna sýnir glögglega að niðursveiflan í ferðaþjónustunni hófst árið 2019. Fjöldinn á árinu var minni en árin tvö þar á undan eins og gula súlan endurspeglar. Þessi þróun hélt áfram á yfirstandandi ári. Fækkun erlendra ferðamanna var 18 prósent í janúar og 16 prósent í febrúar. Þróun mála í mars og apríl er síðan þjóðkunn. Þannig að Covid-19 faraldurinn byrjaði ekki þessa þróun. Mörg fyrirtæki voru á fallandi fæti eins og sjá má á súluritinu um fjölda gjaldþrota í gisti- og veitingaþjónustu. Síðasta ár sýndi áframhaldandi aukningu í þessum efnum. Áorðin gjaldþrot í ár eru síðan álíka mörg og árið 2017.

Hinar glórulausu aðgerðir ríkisstjórnarinnar að sáldra tugum milljarða til fallandi fyrirtækja er ekkert annað en fyrirtækja-sósíalismi. Verið er að taka markaðinn úr sambandi og tefja að markaðurinn hreinsi sig eftir hefðbundnum leiðum. Aðgerðirnar eru eingöngu gálgafrestur fyrir mörg fyrirtæki.

Eins og bent hefur verið á þá munu aðgerðirnar skila þeirri siðlausu niðurstöðu að vernda hlutafé þjóðþekktra einstaklinga sem hafa ítök við ríkisstjórnarborðið. Í þessu sambandi hefur verið bent á eignarhlut eiginkonu utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Bláa lóninu og eignarhlut frændsystkina Bjarna Ben fjármálaráðherra í Kynnisferðum. Í síðustu Alþingiskosningum þá var ekki kosið um að koma á fyrirtækja-sósíalisma í landinu. Þannig að uppi er forsendubrestur um tilvist ríkisstjórnarinnar. Því ber að kjósa á ný í haust og spyrja þjóðina álits á fyrirtækja-sósíalismanum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: