- Advertisement -

Steingrímur Hermannsson langt á undan afturhaldinu

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Með yfirlýsingu sinni þá hefur Seðlabanki Íslands tekið upp viðhorf og framtíðarsýn Steingríms. Eðlilegt er því að bankinn biðji eftirlifandi ekkju Steingríms og börn afsökunar á skítlegri framkomu sinni.  

Seðlabanki Íslands ætlar að vinna með fjármálastofnunum til þess að öðlast betri skilning á loftlagsáhættuþáttum og taka mið af þeim í álagsprófunum á fjármálakerfinu. Þetta kom fram í tilkynningu bankans frá því í gær. Þar segir að bankinn styðji yfirlýsingu „Network for Greening the Financial System“  til loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Á ferðinni eru alþjóðasamtök seðlabanka og fjármálaeftirlita.

Þegar ég las tilkynninguna þá rifjuðust upp fyrir mér fólskulegar árásir á þáverandi seðlabankastjóra, Steingrím Hermannsson. Hann hafði tekið við formennsku í trúnaðarráði Millenium Institute í Washington, sem vinnur að rannsóknum á sviði umhverfis- og efnahagsmála. Áður en hann tók við formennsku þá ráðfærði hann sig við þáverandi formanns bankaráðs Seðlabankans, Þröst Ólafsson. Eftir mikinn pólitískan þrýsting frá Sjálfstæðisflokknum þá gerði bankaráðið athugasemd við að bankinn væri að greiða kostnað við ferðirnar.

Árið 1997, þegar moldvörpur höfðu gert stykkin sín, þá hafði Steingrímur þetta að segja „Umhverfismálin eru orðin þverfagleg og farin að hafa mikil áhrif á efnahagsmálin almennt en ekki aðeins á líf mannsins almennt ….. sagðist síðan ekki ætla á fleiri fundi á kostnað bankans ef ekki væri skilningur fyrir því að slíkt væri æskilegt  ….. ef menn halda að þetta tengist ekki efnahagsmálum þá fer ég ekki þessar ferðir á vegum bankans  ….. mér finnst það hins vegar þröngsýni“. Steingrímur var mörgum skrefum á undan Sjálfstæðisflokknum og öðrum afturhaldsöflum í þessum efnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Með yfirlýsingu sinni þá hefur Seðlabanki Íslands tekið upp viðhorf og framtíðarsýn Steingríms. Eðlilegt er því að bankinn biðji eftirlifandi ekkju Steingríms og börn afsökunar á skítlegri framkomu sinni.  


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: