- Advertisement -

Stjórn efnahagsmála er í kaldakoli

Það er óhugnaður að hlusta á fund Seðlabanka og efnahags- og skattanefndar Alþingis. Úrræðaleysið er algjört. Nú verða stýrivextir hækkaðir enn frekar, í fjórtánda sinn í röð.

Að hlusta á seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra, á þingnefndarfundi, er ekki hægt að skilja stöðuna öðru vísi en stjórn efnahagsmála sé í kaldakoli. Talsfólk Seðlabankans bendir ekki á neinar lausnir aðrar en þrengja enn að því fólki sem er að bugast undan óstjórn Seðlabanka, efnahagsmálaráðherra og forsætisráðherra. Áframhald vaxtahækkana er það sem koma skal.

Á sama tíma brennur sparnaður fólks upp á ógnarhraða. Ásgeir Jónsson vitnaði til orða Johns Kennedy þegar vildi höfða til almennings: „Það skiptir ekki mestu máli hvað landið getur gert fyrir, frekar hvað ég geti gert fyrir landið.“

Það er óhugnaður að hlusta á fund Seðlabanka og efnahags- og skattanefndar Alþingis. Úrræðaleysið er algjört. Nú verða stýrivextir hækkaðir enn frekar, í fjórtánda sinn í röð.

Jóhann Þorvarðarson skrifar gagnmerka grein á Miðjuna í gær. Þar kemur fram að verðbólga í apríl í fyrra, 2022, var 1,3 prósent og þrátt fyrir allar vaxtahækkanir síðan þá er verðbólgan í apríl núna, 2023, nákvæmlega sú sama og í fyrra, eða 1,3 prósent.

Við erum að pissa í skóna okkar. Stjórn efnahagsmála virðist vita vonlaus. Ekki bætur úr skák að efnahagsráðherrann okkar og ráðherra Seðlabanka, Katrín Jakobsdóttir, njóta ekki trausts. Þau munu ekki leiða okkur út úr þokunni. Þau rata ekki sjálf.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: