- Advertisement -

Stjórnmálamenn hræðast skattsvikarana

Þeir eru ekki bara að svíkja „ríkið“ heldur samborgara sína.

Ragnar Önundarson skrifar:

Skattsvik eru viðfangsefni sem stjórnmálamenn hræðast að taka á. Þeir sem þau stunda svíkja sér og sínum út menntun, heilbrigðisþjónustu og rétt til velferðarkerfisins, ef illa fer. Þeir sem svíkja undan skatti borga ekki heldur í lífeyrissjóð og eru þannig líka að svíkja sér út framfærslu á efri árum. Þeir eru ekki bara að svíkja „ríkið“ heldur samborgara sína.

Unnið er gegn skattsvikum, en gera mætti betur með því að mæla aukningu hreinnar eignar rafrænt milli ára. Ef hún er, að viðbættum framfærslukostnaði, umfram tekjur að frádregnum framfærslukostnaði, þá er eitthvað gruggugt á ferðinni. Hugsanlegt er að gera aukningu hreinnar eignar, að viðbættum framfærslukostnaði, að skattstofni. Yrði þá skatturinn lagður á hið hærra, þennan stofn eða eins og nú á tekjur.

Lífeyrissvik þarf líka að taka föstum tökum: Byrja mætti á að birta öllu fólki á vinnualdri árlega þá uppsöfnuðu fjárhæð sem það þarf að eiga til að áframhaldandi sjóðsmyndun nægi til framfærslu þegar að töku lífeyris kemur. Til samanburðar væri raunveruleg staða líka birt. Þetta ylli umhugsun og umræðum. Síðar mætti láta neikvæðan mismun hvíla sem „lögveð“ á skráðum eignum fólks. Þá skuld mætti færa milli eigna fram að lífeyrisaldri, en ekki lengur. Ekki væri unnt að greiða fyrirfram arf nema gera lífeyrisskuldina upp.

Þannig yrðu skatt- og lífeyrissvikarar knúnir til að sjá fyrir sér sjálfir og hætta að vera „afætur“ á öðru fólki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: