- Advertisement -

Stjórnvöld virðast hafa gefist upp við að hemja yfirgang erlendra auðmanna

Allt þetta ættu þeir að borga sem þykjast „eiga“ náttúruöflin.

Ragnar Önundarson skrifar:

Í Frakklandi á landeigandi einungis yfirborðið og mannvirki á því og getur í mesta lagi notað það sem byggingar- og ræktunarland. Frakkar breyttu þessi með lögum árið  1810 („Code minier“ lögin) og allt undir yfirborðinu eins og jarðhiti, vatn, olía, málm, námur eða aðrar auðlindir tilheyra ríkinu. Það eru undantekningar á þessu, en þetta er aðal reglan.

Stjórnvöld virðast hafa gefist upp við að hemja yfirgang erlendra auðmanna, sem í krafti EES reglna koma hingað til að stunda „náttúruvernd“ að eigin vali og frumkvæði, án tillits til lífs fólksins í landinu. Frakkar hafa í tvær aldir haft lög sem takmarka eignarrétt að landi mikið. Evrópureglur breyta engu um það. Ef við settum hliðstæð lög hér gætu þeir í Brussel ekki amast við þeim.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eldgosið í Vestmannaeyjum olli miklu tjóni.

Náttúruöflin, gömlu „elementin“, Jörð, Vatn, Loft og Eldur, eru þess eðlis að þau má fénýta, græða á þeim. Þau geta líka valdið hamförum, skriðuföll, flóð, stórviðri og eldgos. Sá sem vill eiga náttúruöflin og fénýta þau ætti þá líka að vera skyldur til að bera og borga tjón sem þau valda. Debet þarf að vera jafnt og kredit, annað er ekki sanngjarnt og eðlilegt.

Leiðin út úr þeim ógöngum sem við erum í gæti verið löggjöf að áðurnefndri franskri fyrirmynd. Öllum landeigendum verði skylt að borga iðgjald sérstakrar tryggingar gegn náttúruvá, en geti fengið það fellt niður gegn því að afsala sér rétti til hagnýtingar náttúruaflanna. Eldgosið í Vestmannaeyjum olli miklu tjóni, við höfum varið háum fjárhæðum til að verjast ofanflóðum og gert jarðgöng til að sniðganga skriðuföll. Við erum að leggja rafstrengi í jörð vegna þess að íslensk vetrarveður eru stundum þannig að þau eira engu. Allt þetta ættu þeir að borga sem þykjast „eiga“ náttúruöflin, til móts við ríkið, sem er í raun eini landeigandinn sem hefur burði til að bera þessa áhættu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: