Fréttir

Stórfyrirtæki fá ríkisaðstoð nánast samdægurs

By Gunnar Smári Egilsson

May 02, 2020

Halldór Armand Ásgeirsson skrifar: „Þetta er hagkerfi þar sem stór fyrirtæki, sem treysta á erlent láglaunafólk, greiða sér út milljarða til eigenda sinna, ár eftir ár, en fá síðan ríkisaðstoð um leið og harðnar í ári, bókstaflega samdægurs, eitthvað sem venjulegt fólk getur aldrei látið sig dreyma um. Þetta er í grófum dráttum stóra lexía 21. aldarinnar til þessa. Venjulegt fólk þarf að spara pening, til þess að hafa einhverjar varnir gegn óvæntum áföllum. Stórfyrirtæki þurfa hins vegar ekki að gera það. Það er ekki eins og þetta sé náttúrulögmál, það er ekki eins og þetta þurfi að vera svona, heldur er þetta afleiðing stefnu og hugmyndafræði. Þetta er ákvörðun.“

-gse