- Advertisement -

Stóri misskilningurinn!

Þetta viðhorf að náungatensgslin séu mikil á Íslandi er úrelt!

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í umræðu um stóra Samherjaskandalinn hefur ýmislegt verið sagt. Þar á meðal að smæð þjóðarinnar valdi því að allir þekki alla. Þetta er síðan notað sem rök fyrir því að Kristján Þór Júlíusson sitji bara áfram sem sjávarútvegsráðherra. Þetta er bull! Sjálfur þekki ég mjög marga sem hafa engra hagsmuna að gæta innan sjávarútvegsins eða eru þar með persónuleg tengsl. Sömu aðilar eru jafnframt mjög hæfir til að sinna ráðherraembættinu. Þetta viðhorf að náungatensgslin séu mikil á Íslandi er úrelt! Viðhorfið varpar einnig ljósi á hvað þeir sem þessu halda fram lifa í smækkaðri veröld. Sömu aðila skortir einnig dug til að taka á spillingarmálum umfram almennt hjal um að nú verði sko tekið á þessu. Í þessu samhengi er ágætt að rifja upp að ráðherra í Svíþjóð þurfti að segja af sér ráðherraembætti vegna þess að hún hafði nýtt sér opinbera strætómiða í eigin frítíma! Vandinn á Íslandi er ekki smæð þjóðarinnar heldur brenglað viðhorf áhrifamanna til mikilvægis óhlutdrægni og gagnsæis í opinberri stjórnsýslu!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: