- Advertisement -

Stórmistök æ augljósari

Nýfrjálshyggjunni er að takast að grafa undan íslenskri velferð og hagkerfinu í heild.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í skrifum mínum þá hef ég oft fjallað um hagúrræði ríkisstjórnarinnar í faraldrinum og beint kastljósinu að því sem mikilvægast er, atvinnuleysinu. Í þessari grein „Að framlengja eymdina og hreykja sér af“ var gerður samanburður við Nýja Sjáland sem hafði í forgangi að halda atvinnuleysinu niðri. Þeim tókst afar vel upp vegna þess að ríkisstjórn Jacindu Arden stórefldi fjárfestingu í innviðum strax í upphafi kóvít-19 faraldursins. Atvinnuleysi mælist núna ekki nema 4,7 prósent og er jafnvel lægra þar sem sumartölurnar eru ekki komnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það eru grafalvarleg tíðindi.

Aðra sögu er að segja um stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jak þar sem fjárfesting í innviðum var óbreytt á síðasta ári. Nýjustu atvinnuleysistölur Vinnumálastofnunar segja að atvinnuleysi í júní hafi verið óbreytt frá sama mánuði í fyrra samanber gula súlan á myndinni. Það eru grafalvarleg tíðindi. Ríkisstjórnin valdi einfaldlega stöðnun í stað sóknar. Búast má við áframhaldandi stöðnun þar sem ný spá ráðuneytis Bjarna Ben telur að atvinnuleysi muni vera 8 prósent í lok ársins og 7,6 prósent í lok þess næsta samanber rauðu súlurnar á myndinni. Á sama tíma ypptir Ásmundur Einar Daðason bara öxlum. Hann fer fyrir velferðarráðuneytinu sem hefur það hlutverk að vinna á atvinnuleysinu.

Það er vondur veruleiki að atvinnuleysi sé svona hátt og í svona langan tíma. Nýfrjálshyggjunni er að takast að grafa undan íslenskri velferð og hagkerfinu í heild. Ábyrgir kjósendur hafa aftur á móti skýrt val í haustkosningunum. Geta kosið ríkisstjórnina frá völdum!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: