- Advertisement -

Styrmir er hugleysingi

Styrmir heggur til ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Styrmir Gunnarsson er aðal Don Kíkótí landsins, á því leikur enginn vafi. Eins máls maður sem sér vindmyllur út um allar koppagrundir. Sést hann tíðum sveifla ryðbrunnu sverðinu, oftast út í loftið. Þegar best tekst til þá hann vankaðast eftir árás á vindmyllu. Sansjósar landsins hafa gefist upp og ríður Doninn einn um villuráfandi.

Skrif Styrmis eru þegar vel er skoðað ekkert annað en innihaldslaust tuð. En nú kveður við nýjan tón hjá Doninum í nýrri grein í Mogganum. Er ráðist á sjálfan Sansjó Pansa með egglausri sveðjunni sem það eitt hefur unnið sér til saka að leiðrétta falskenningar.  

Þú gætir haft áhuga á þessum

Styrmir heggur til ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Segir ónafngreinda ráðherra hringja og hóta flokksfélögum og aðra þingmennina vera svefngengla. Ku þeir ganga um í svefni gagnvart þriðja orkupakkanum. Eins og áður þá rökstyður Styrmir aldrei mál sitt og er líkast til vankaður eftir skylmingar við vindmyllur.

Styrmir þorir ekki að nafngreina hina hótandi ráðherra og nefna dæmi máli sínu til stuðnings. Fyrir vikið er Styrmir bara hugleysingi. Hann kýs að dylgja um fólk eins og Gróa á Leiti, en um hana orti Sigurbjörn Jóhannsson eftirfarandi vísu

Vondra róg ei varast má

Varúð þó menn beiti

Mörg er Gróa málug á

Mannorðsþjófa Leiti


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: