- Advertisement -

Svandís þvers og kruss

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra Vinstri grænna er steinsofandi í starfi.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ég var í áti sem sló í tuttugu manns og nokkrir erlendir aðila á svæðinu. Umræðuefnið var fjölbreytt, en þegar kom að samtali um heilbrigðismál þá vandaðist málið. Andrúmsloftið súrnaði. Hvernig á að útskýra klúðrið með legháls-skimanir, hættuástandið á bráðamóttökunni, hrunið í þjónustu við aldraða, skandalinn á Landakoti og ég nenni ekki að telja fleira upp. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra Vinstri grænna er steinsofandi í starfi, en þiggur samt feit laun. Hún er búin að klúðra fjórum árum, sem hefðu átt að fara í endurbætur á heilbrigðiskerfinu. Já, og að ósk landsmanna. Hún höndlar ekki starfið og seldi sálu sína undir sérhagsmuna-vagn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Gott að hafa þetta í huga í haustkosningunum!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: