- Advertisement -

Svanhildur Hólm felld af háhesti

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Svo er það hitt að hún er fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra og á að vita að spítalinn hefur búið við vanfjármögnun í áraraðir.

Svanhildur Hólm.

Svanhildur Hólm hjá Viðskiptaráði var með yfirlæti í Silfri helgarinnar. Sagðist vilja vita hvað hefði breyst á Landspítalanum frá því svínaflensan geisaði fyrir 12 árum og þá átti spítalinn ekki í vandræðum með faraldurinn. Orðrétt sagði hún „En núna í hvert sinn sem að smitum fjölgar örlítið þá fer allt í baklás og farið að benda að hér verði komið á einhverju neyðarstigi“. Farsóttarnefnd Landsspítalans átti ekki í neinum erfiðleikum með að svara vandlætingu Svanhildar samanber hér að neðan. Svanhildur hefði betur kynnt sér málið áður en hún settist á háhest í sjónvarpi allra landsmanna. Svo er það hitt að hún er fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra og á að vita að spítalinn hefur búið við vanfjármögnun í áraraðir.

„Hvers vegna þess­ir far­aldr­ar eru born­ir sam­an er óljóst enda ólíku sam­an að jafna. Fjöl­margt kem­ur þar til en þó eru eft­ir­tald­ir þætt­ir aug­ljós­ast­ir og á flestra vitorði sem til mál­anna þekkja.“:

Þú gætir haft áhuga á þessum
  • COVID-19 hef­ur staðið í 20 mánuði en far­ald­ur svínaflens­unn­ar var viðfangs­efni á Land­spít­ala í 75 daga.
  • Svínaflensa er in­flú­ensa sem er vel þekkt­ur sjúk­dóm­ur en COVID-19 er nýr og áður óþekkt­ur sjúk­dóm­ur.
  • Bólu­setn­ing við svínaflensu hófst strax með góðum ár­angri en bólu­setn­ing­ar við COVID-19 hóf­ust tæpu ári eft­ir að far­ald­ur­inn hófst og ár­ang­ur­inn er ekki jafn góður af þeim bólu­setn­ing­um.
  • Við svínaflensu var unnt að nota veiru­lyfið Tamiflu sem dró úr veik­ind­um og kom jafn­vel í veg fyr­ir þau. Slík lyf eru ekki fá­an­leg við COVID-19.
  • Í svínaflensu­far­aldr­in­um lögðust um 130 sjúk­ling­ar inn á spít­al­ann og þurftu 21 gjör­gæslumeðferð. Það sem af er COVID-19 far­aldri hafa 492 sjúk­ling­ar lagst inn á Land­spít­ala og 87 þeirra þurft gjör­gæslumeðferð, sumir oft­ar en einu sinni.
  • Áhrif svínaflens­unn­ar á sam­fé­lagið voru mun minna en COVID-19, þar sem ekki þurfti að beita rakn­ingu, ein­angr­un og sótt­kví. Þessi staðreynd hef­ur um­tals­verð áhrif á starf­semi Land­spít­ala nú.
  • Árið 2009 voru ríf­lega 900 rúm á Land­spít­ala (285/​100.000 íbúa)og 18 gjör­gæslu­rými. Þau eru nú rúm 640 (175/​100.000 íbúa)og gjör­gæslu­rým­in 14.
  • Ekki er rétt munað að ekki hafi þurft að fara í sér­stak­ar ráðstaf­an­ir á Land­spít­ala vegna svínaflens­unn­ar. Starf­semi spít­al­ans tók þeim breyt­ing­um þá sem nauðsyn­legt var í far­sótt eins og nú en þær stóðu aðeins yfir í fá­ein­ar vik­ur, sem kann að skýra að ein­hverj­ir muni ekki þá al­var­legu stöðu sem uppi var á þeim tíma.

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: