- Advertisement -

Svavar segir Brynjar ljúga

Svavar segir Brynjar ljúga

„Sé einhvers staðar að Brynjar Nielsson er að ljúga upp á Þjóðviljann til að verja afstöðu sína til hatursorðræðu. Brynjar þessi gengur greinilega út frá því að þeir sem lásu Þjóðviljann og skrifuðu séu allir dauðir. Svo er ekki. Þjóðviljinn var mikilvægasta rödd lýðræðisins í áratugi þegar hin blöðin sungu öll í sama kórnum og ritstjórar þeirra sátu auk þess gjarnan í útvarpsráði,“ skrifar Svavar Gestsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, á Facebook.

Skrif Brynjars:

Hatursorðræða er vinsælt orð hjá þeim sem vilja losna við gagnrýni og andstæðar skoðanir. Sumir halda að þetta hatursorðræðutal sé tiltölulega nýtt af nálinni en svo er ekki. Gamli Þjóðviljinn og önnur blöð og tímarit, sem vörðu Ráðstjórnarríkin og önnur sósíölsk ríki úti í eitt, notuðu þetta hugtak yfir alla gagnrýni á hugmyndafræðina og stjórnvöld í ríkjunum. Í Þjóðviljanum þótti gagnrýni á byggingu Berlínarmúrsins sérstaklega mikil hatursumræða gagnvart þjóð sem var að verja landamæri sín.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Misjafnt var hvernig þessi ríki brugðust við hatursorðræðu eigin borgara. Í gömlu Sovétríkjunum var algengast að vista hatursorðræðumanninn á geðsjúkrahúsi og í verstu tilvikunum voru þeir sendir í Gúlagið. Í Austur-Þýskalandi var mest notuð útskúfunaraðferðin þannig að viðkomandi missti vinnuna og gat hvorki fengið húsnæði né Trabant. Í Suður-Ameríku var hatursorðræðumaðurinn skotinn á færi og stórtækastur í þeim efnum var Che Guevara, sem enn er í miklu uppáhaldi hjá vinstri róttæklingum.

Í hinum svokölluðu vestrænu lýðræðisríkjum, sem eru umfram allt annað upptekin af tjáningarfrelsinu, hafa menn tekið upp austur þýsku útskúfunar aðferðina í glímunni við hatursorðræðu auk vægra skilorðsbundinna fangelsisrefsinga þegar mikið liggur við. Nú þarf ekki lengur Stasi til að upplýsa hatursglæpina – netið og Bárur þessa lands sjá um það.

Er ekki einhver kaldhæðni í því, að kringum fólk sem stundar orðræðu sem byggist á raunverulegu hatri, er stofnaður málfrelsissjóður til að fjármagna kostnað sem af hatrinu hlýst?



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: