- Advertisement -

Sveinn Andri með skot yfir slánna

Ég bíð eftir nýrri grein frá Sveini Andra þar sem hann segir Alþingi njóta trausts með Steingrím Joð í forsæti.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður skrifar orðrétt í Fréttablaðið í dag „Mælingar á Íslandi hafa sýnt að dómstólar landsins njóta mikils trausts almennings“. Mér svelgdist á kaffinu við lesturinn þó ég drekki ekki kaffi. Gallup hefur í áraraðir mælt viðhorf almennings til stofnana og fær til dæmis Landhelgisgæslan iðulega skor sem liggur yfir 80 stigum af hundrað mögulegum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á myndinni sem fylgir má sjá álit almennings á dómstólum allt frá árinu 2001. Einkunnin sem almenningur gefur dómstólum hefur aldrei farið yfir 50 stig. Meðaltal tímabilsins er 39 stig. Þetta er falleinkunn sem lögmaðurinn segir endurspegla mikið traust. Einungis bankakerfið, Alþingi og Borgarstjórn fá verri útreið hjá almenningi. Ég bíð eftir nýrri grein frá Sveini Andra þar sem hann segir Alþingi njóta trausts með Steingrím Joð í forsæti. Þar sem Sveinn Andri er yfirlýstur stuðningsmaður Fram þá er spurningin hvort hann spái þeim sigri í efstu deild í knattspyrnu þó liðið spili í næst efstu deild?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: