- Advertisement -

Svikalogn á Fróni?

Jóhann Þorvarðarson:

„Vonandi hef ég rangt fyrir mér því verðbólga þýðir sóun og óstöðugleiki. Loftpúðinn í þeirri hraðlest er efnaminna fólk.“

Það sætir tíðindum að ársverðbólga Bandaríkjanna hafi tekið fram úr þeirri íslensku á tímum heimsfaraldurs samanber myndin sem fylgir. Bólgan þar vestra er komin á slóðir hrunaársins 2008 á meðan Ísland á mikið í land í þeim efnum. Ég tel aftur á móti að forskotið hverfi á næsta misseri og að við gætum séð verðbólgu sem sást síðast árið 2012 og árin þar á undan. Vonandi hef ég rangt fyrir mér því verðbólga þýðir sóun og óstöðugleiki. Loftpúðinn í þeirri hraðlest er efnaminna fólk. Ég tel að ábyrg stjórnmál verði að taka umræðuna um verðbreytingarnar því það er undiralda í heiminum. Ísland er ekki með eitthvað verðbólguhjarðónæmi.    


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: