- Advertisement -

Svikin loforð ríkisstjórnarinnar og Lífskjarasamningar!

Niðurstaðan er sú að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa aukið ójöfnuð í landinu.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í ítarlegum bæklingi sem gefinn var út í tengslum við undirskrift Lífskjarasamninga segir orðrétt á blaðsíðu 33 í kafla 3: „Skattar lækkaðir með sérstaka áherslu á tekjulága hópa.“ Skoðum raunveruleikann samanber myndin hér að neðan. Þar má sjá áhrif tekjuskattsbreytinga ríkisstjórnarinnar á ráðstöfunartekjur ólíkra launahópa.

Á myndinni sést að launþegar með 1 milljón og yfir fá mestu hækkun ráðstöfunartekna eða 4.807 krónur per mánuði. Tekjulægsti hópurinn með 250 þúsund krónur á mánuði fær minnst eða 2.932 krónur í mánaðarlega hækkun. Þar rétt fyrir ofan er hópur með 300 þúsund krónur og aukast ráðstöfunartekjur hópsins um 3.881 krónur. Mestu hækkun láglaunafólks fá þeir sem eru með í kringum 350 þúsund krónur á mánuði eða 4.549 krónur. Aukningin fer síðan stiglækkandi upp að tæplega 1 milljón króna í mánaðarlaun. Þá stekkur aukningin upp í þessar áðurnefndu 4.807 krónur og helst óbreytt þaðan í frá.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Niðurstaðan er sú að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa aukið ójöfnuð í landinu. Ríka fólkið fær mest af öllum! Þar meðtalin eru ráðherrar Vinstri grænna: Katrín Jak, Svandís Svavars og Mummi. Og svo auðvitað Bjarni Ben, Willum Þór og restin af klaninu.

Forsendur Lífskjarasamninga eru brostnar!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: