- Advertisement -

Svona lítur græðgisvæðing út

Jóhann Þorvarðarson:

Samhliða þá var stýrivöxtum Seðlabankans húrrað niður í sögulegt lágmark um leið og seðlabankastjóri lét hafa eftir sér að vextir væru komnir til með að vera lágir.

Myndin sem fylgir sýnir græðgisvæðingu kóvít-19. Mánaðarleg aukning óverðtryggðra útlána banka með veði í íbúð er nokkuð stöðug fram til febrúar 2020 ef litið er fram hjá toppnum í nóvember 2018. Frá og með mars 2020 þá upphefst tryllt tímabil sem er að ljúka um þessar mundir. Útlánaaukningin nær hámarki í október 2020 þegar hún rífur 10 prósent vöxt. Að jafnaði þá var mánaðarleg útlánaaukning 2,5 prósent fram til marsmánaðar 2020. Eftir það þá er aukningin 6,7 prósent eða nærfellt 3 sinnum meiri en á fyrra tímabilinu. Stökkið getur hvorki talist eðlilegt né eftirsóknarvert út frá markmiðinu um verðstöðugleika.

Tryllingurinn endurspeglar alvarleg hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands, en í mars 2020 þá ákvað bankinn að afnema sveiflujöfnunarauka banka án þess að því fylgdu fjárgirðingar um hvernig mætti ráðstafa fénu. Útlánaaukning banka jókst þarna með einu pennastriki um 12 prósent fyrir utan afleiddar afleiðingar. Samhliða þá var stýrivöxtum Seðlabankans húrrað niður í sögulegt lágmark um leið og seðlabankastjóri lét hafa eftir sér að vextir væru komnir til með að vera lágir. Margir sættu lagi og fjárfestu í íbúðarhúsnæði og enn aðrir keyptu sér íbúð númer tvö og þrjú.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við þekkjum afleiðingarnar enda er uppsöfnuð verðbólga á Íslandi frá upphafi faraldursins meira en 18 prósent vegna verðhækkana á fasteignamarkaði á meðan uppsöfnun er til dæmis ekki nema 10 prósent hjá Finnum. Því miður þá er illa haldið á málefnum Seðlabankans og margir létu blekkjast af fagurgala seðlabankastjóra. Ábyrgðin á framgöngu hans liggur hjá Vinstri grænum. Þar er þáttur Katrínar Jakobsdóttur svartur blettur í hagstjórnarsögu landsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: