Fréttir

Sykurskatturinn verður afnuminn

By Miðjan

August 17, 2014

Efnahagsmál  Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Sprengisandurá Bylgjunni, að markmiðið með sykurskattinum hefðu ekki náðst og því væri trúlegast að hann verði felldur niður.

Önnur vörugjöld verða lækkuð eða felld niður þannig að verð á rafvörum, gólfefnum og fleiru breytist nokkuð.

Þá verður undanþágum frá virðisaukaskatti fækkað verulega.