- Advertisement -

Tálsýnin

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Hagvöxtur minnkaði um 51 prósent árið 2019 og atvinnuleysis var komið yfir 5,5 prósent áður en faraldurinn skall á.

Í auglýsingaherferð Sjálfstæðisflokksins þá er því haldið fram að hér ríki efnahagslegur stöðugleiki og þess vegna hafi vextir lækkað. Fullyrðingin stenst ekki skoðun. Vextir lækkuðu vegna óstöðugleika og heimsfaraldurs. Hvoru tveggja kom fram í minnkandi umsvifum hagkerfisins. Hagvöxtur minnkaði um 51 prósent árið 2019 og atvinnuleysis var komið yfir 5,5 prósent áður en faraldurinn skall á. Svo er verðbólga hratt vaxandi og vextir teknir til við að hækka.

Tálsýnin sem Sjálfstæðisflokkurinn reynir að draga upp fellur um leið og gerður er samanburður til dæmis við Danmörku. Á myndinni má sjá að verðbólga í júlí var 1,6 prósent í Danmörku á meðan hún var 4,3 prósent á Íslandi. Hér munar 169 prósentum. Atvinnuleysi Vinnumálastofnunar í sama mánuði var 6,1 prósent á meðan það var ekki nema 3,8 prósent hjá frændum okkar. Horft yfir kjörtímabilið þá hefur óstöðugleiki vaxið jafnt og þétt og verður skuldinni ekki skellt á faraldurinn nema að takmörkuðu leyti. Rangfærslur Sjálfstæðisflokksins ná ekki í gegn og er fylgi flokksins komið niður undir 22 prósent samkvæmt nýjustu könnun. Kjósendur eru vökulir og kæra sig ekki um lygaburð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: