- Advertisement -

Tásuhagfræði Seðlabankans

Jóhann Þorvarðarson:

Orsakir vaxandi verðbólgu er aftur á móti hægt að rekja til þriggja heimsviðburða, sem ég hef áður fjallað um. Heimilin eru saklaus af glæpnum.

Seðlabankastjóri réttlætti enn eina vaxtahækkunina með því að ná þurfi einkaneyslu landsins niður til að verðbólga hjaðni. Hann vill meina að tásumyndir af Tenerife ferðalöngum endurspegli óhóflega einkaneyslu þó engin hagfræðikenning styðja orð hans. Burt séð frá bullinu í honum þá er áhugavert að athuga hvort einkaneysla sé orsakavaldur mikillar verðbólgu í heiminum í dag?

Myndin sem fylgir ber saman verðbólgu og breytingu smásölu á ársgrundvelli á evru svæðinu. Smásalan þykir nefnilega gefa prýðilega vísbendingu um hvort neysluvilji heimila sé að valda þenslu eður ei. Á tímabilinu í kringum apríl 2021 þá tekur smásala á evrusvæðinu stökk upp á við samanber rauða línan og vinstri ás myndarinnar. Aukningin er ekki rakin til þenslu heldur til bráðrar minnkunar smásölu í apríl árið áður af völdum sóttvarna takmarkana.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verðbólgan:

Tásuhagfræði Seðlabankans er ekki annað en efni í gott Laddagrín, en alls ekki grundvöllur að grafalvarlegri ákvörðun um að hækka vexti í níunda skiptið á um það bil einu ári.

Á sama tíma og smásala sveiflast upp og svo niður þá er bláa verðbólgulínan á stöðugri uppleið. Smásala gefur jafnt og þétt eftir hina miklu hækkun og að endingu dregst hún saman um 2% miðað við ágúst í fyrra. Nýjasti álestur verðbólgumæla sýnir á sama tíma að bólgan var komin í 10% í ágúst.

Línurnar endurspegla vel að aukin heimsverðbólga á ekki rætur að rekja til einkaneyslunnar enda var smásala á evru svæðinu í ágúst síðastliðinn lægri að raungildi en rétt fyrir upphaf kóvít-19. Orsakir vaxandi verðbólgu er aftur á móti hægt að rekja til þriggja heimsviðburða, sem ég hef áður fjallað um. Heimilin eru saklaus af glæpnum.

Horft til Íslands þá má draga sambærilegar ályktanir. Miðað við áreiðanlegustu upplýsingar um þróun einkaneyslunnar þá var hún 4,6% hærri árið 2021 en árið 2019, á föstu verðlagi. Árleg aukning er því 2,3%, sem seint verður talið vera ofbyr í verðbólguseglin. Seðlabankinn studdist aftur á móti við bráðabirgðatölur fyrri helmings þessa árs þegar nýjasta ákvörðunin um hækkun vaxta var tekin, en bráðabirgðatölur eru óáreiðanlegar þegar hagvöxtur og landsframleiðsla er annars vegar. Hæpið var því að taka jafn stóra ákvörðun út frá óábyrgum tölum.

Ef við lítum til innlendrar kortaveltu heimila þá var hún jafn mikil fyrstu átta mánuði yfirstandandi árs og hún var yfir sama tímabil árið 2019, miðað við fast verðlag. Þannig að ekki eru heimilin að þenja verðbólguseglin samkvæmt þessum upplýsingum.

Tásuhagfræði Seðlabankans er ekki annað en efni í gott Laddagrín, en alls ekki grundvöllur að grafalvarlegri ákvörðun um að hækka vexti í níunda skiptið á um það bil einu ári. Einstaklega ómaklegt er því af bankanum að krefja skuldug heimili að bera ábyrgð á hækkandi verðlagi þegar sökin liggur annars staðar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: