- Advertisement -

Tekur vonarstjarnan frumkvæðið?

Jóhann Þorvarðarson:

Það gengur aftur á móti ekki upp að sýna feimni gagnvart jafn veigamiklu stefnumáli og upptaka evrunnar er.

Væntanlegur formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, stendur að eigin sögn fyrir auknum jöfnuði og jafnari aðgangi landsmanna að velferðarkerfum landsins burt séð frá efnahag. Komist hún í ríkisstjórn þá telur hún óhjákvæmilegt að endurskoða skattkerfið með það í huga að skattaleg fríðindi og sjálftaka auðvaldsins verði afnumin. Hún segir að Samfylking eigi að stefna í þá átt að jafna byrðarnar af lágum launum og yfir á sjálftöku-fólkið. Þannig skil ég orð hennar á opinberum vettvangi.

Ég heyrir hana aftur á móti aldrei tala um að Ísland taki upp evruna, en sú ráðstöfun stuðlar einmitt að því að umrædd markmið náist. Ekki aðeins verður hagkerfið sjálfbærara vegna minni innbyggðrar áhættu heldur eykst samkeppnishæfni þess. Evran stuðlar einnig að fjölþættara hagkerfi, sem einnig minnkar áhættu kerfisins. Með evruna þá mun samkeppni taka við af fákeppni, almenningi til heilla.

Veigamikill þáttur er síðan að grundvöllur vaxtaákvarðana Seðlabanka Íslands gjörbreytist með evrunni. Vextir munu varanlega lækka til samræmis við það sem þekkist í kringum okkur. Mýmörg heimili hætta þar með að vera skuldaþrælar.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Mýmörg heimili hætta þar með að vera skuldaþrælar.

Á undanförnum árum þá hefur umræða um evruna legið niðri og hefur vart heyrst stuna úr herbúðum Samfylkingarinnar um efnið. Hér má vera að þingmenn og aðrir skorti þekkingu til að ræða málefnið. Ástandið gæti aftur á móti breyst verði Kristrún formaður Samfylkingarinnar enda er hún með prýðilega hagfræðimenntun og reynslu til að geta lyfta umræðunni upp á hærra plan. Það gengur ekki að Viðreisn einn flokka beri fátæklega umræðuna uppi.

Kristrún stendur að þingsályktunartillögu ásamt fleiri þingmönnum varðandi evruna, en sú spurning stendur samt eftir hvort hún ætli að taka frumkvæðið í umræðunni. Sjáum til hvað setur. Það gengur aftur á móti ekki upp að sýna feimni gagnvart jafn veigamiklu stefnumáli og upptaka evrunnar er.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: