- Advertisement -

Telur fjármálaráðherra okkur vera fífl?

Jóhann Þorvarðarson:

Þannig að yfirvarp ráðherrans er eins og föt keisarans. Hann gengur um nakinn í fullkominni sjálfsblekkingu!

Við kynningu fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpi næsta árs kvað við kunnuglegan blekkingarsöng. Í stað þess að halda sig við íslenskan veruleika þá endurflutti ráðherrann leikþátt, sem heitir „Eru landsmenn fífl?“.

Honum var ómögulegt að tala um hver hin raunverulega verðbólga er á Íslandi og hvað hún hefur aukist mikið frá upphafi kórónufaraldursins. Það er mikilvægur upphafspunktur þar sem stjórnvöld á heimsvísu gripu til margvíslegra og sértækra hagstjórnaraðgerða til að mæta áföllum faraldursins. Tímabilið er því kærkominn mælikvarði á gæði hagstjórnarinnar fram til dagsins í dag.

Í stað íslensks veruleika þá tautaði fjármálaráðherra hverjar verðbreytingarnar eru á Ísland miðað við samræmdar verðmælingar Evrópusambandsins og fimm ríkja að auki, sem ekki eiga aðild að sambandinu. Vandamálið er að íslenskur almenningur lifir ekki við þessar samræmdu mælingar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Undanhlaup ráðherrans eru undarleg þegar haft er í huga að hann er mótfallinn aðild að Evrópusambandinu.

Undanhlaup ráðherrans eru undarleg þegar haft er í huga að hann er mótfallinn aðild að Evrópusambandinu. Hann leyfir sér samt að nota þennan mælikvarða í þetta skiptið til að fegra eigin frammistöðu. Þetta er óheiðarlegt, ódrengilegt.

Ekki endar vitleysan hér því hann fullyrti við kynninguna að á þennan samræmda mælikvarða mælast íslenskar verðbreytingarnar vera 5% yfir 12 mánaða tímabili. Þetta er allsendis rangt því þær voru 6,4% og raunverðbólga um 10%.

Ég mun á næstunni endurbirta uppfærða mynd af uppsafnaðri verðbólgu yfir umrætt tímabil í samanburði við önnur lönd. Ég get þó sagt ykkur að uppsafnaðar verðbreytingar eru miklu hærri á Íslandi, en hjá öðrum þróuðum ríkjum.

Þessu til viðbótar þá upplýsist að umræða er í gangi innan Evrópusambandsins að færa verðbólgumælingar til þess sem tíðkast á Norðurlöndunum. Þær þykja grípa betur utan um húsnæðisliðinn en nú er hjá Evrópusambandinu. Þannig að yfirvarp ráðherrans er eins og föt keisarans. Hann gengur um nakinn í fullkominni sjálfsblekkingu!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: