Stjórnmál

Það er eins og fréttirnar af dauða nýfrjálshyggjunnar hafa týnst í hafi

By Ritstjórn

September 06, 2021

Gunnar Smári:

Ég hitti Þorgerði Katrínu í morgun, en Sósíalistar og Viðreisn eru með svo til sama fylgi í dag samkvæmt MMR-könnun sem Mogginn birti í morgun. Ég bar fram hinar eðlilegu kröfur alþýðunnar en Þorgerður sagði þær öfga, vildi finna lausn í kompaníi með auðvaldinu á miðjunni. Það kostulega í þessum samræðum er að ég legg í raun ekki fram neitt sem er róttækara en svo falla ágætlega að meginstraumsumræðu í heiminum í dag, eftir reynslu samfélaganna að cóvíd. En það er eins og fréttirnar af dauða nýfrjálshyggjunnar hafa týnst í hafi, hafi enn ekki borist inn í íslensk stjórnmál. Þegar henni er boðið upp á tiltölulega hófstilltan lærdóm af cóvid, heldur Þorgerður að Hugo Chavez sé mættur í stúdíóið, lætur eins og hún hafi séð draug.

Ég held að við verðum að horfast í augu við að við búum við algjörlega hugmyndalega einangrun þar sem steingelt hægrið drottnar yfir allri umræðu. Við verðum að brjóta þetta af okkur, annars köfnum við af andlegum dauða.