Greinar

„Það er eitthvað mikið að í Vg“

By Aðsendar greinar

February 21, 2022

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Í dag leggur Vg fram frumvarp um að setja enn eina fisktegundina inn í gjafakvótakerfið þ.e. sandkola og síðan sæbjúgu. Forsendurnar fyrir frumvarpinu er engar þar en í skýrslu Hafró segir orðrétt, „Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum (SMB) er ekki talin veita nægilega góðar upplýsingar um nýliðun sandkola þar sem ungfiskur heldur sig að hluta grynnra en stöðvanetið nær til.“

Annað er að sandkoli er meðafli en lítið er um beinar veiðar á fiskinum – það er nokkuð ljóst að þessi ákvörðun ráðherra mun búa til einhver veð og verða mikill hvati til brottkasts. Það er eitthvað mikið að í Vg.