- Advertisement -

Það er ekki öll vitleysan eins

Já það er langt gengið til að komast dýpra í djúpa vasa eftirlaunasjóða almennings.

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar:

Nú á að breyta lögum um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða svo þeir geti tekið meiri áhættu og liðka þannig fyrir enn áhættumeiri fjárfestingum m.a. í Icelandair?

Hvaða hagsmunaöfl eru (raunverulega) á bak við þessa tillögu?

Og vorum svo sökuð um „skugga“ stjórnun með því að álykta um málið með opinberum hætti.

Til að útskýra frekar þá snýst málið um að heimila lífeyrissjóðunum að fjárfesta í afleiðum sem auka áhættu sjóðanna en slíkt hefur verið bannað með lögum hingað til. Og ekki að ástæðulausu!

Já það er langt gengið til að komast dýpra í djúpa vasa eftirlaunasjóða almennings.

Einnig hefur Seðlabankinn haldið lífeyrissjóðunum í höftum á meðan aðrir fjárfestar fara út úr krónunni. Án þess að hafa til þess lagalega heimild er virðist.

Það er í raun ótrúlegt að hugsa til þess að sömu stjórnmálamenn og Seðlabanki fóru á taugum þegar stjórn VR, skipunaraðili í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hafði opinbera skoðun á því hvort fjárfesta ætti í félagi sem braut gegn leikreglum vinnumarkaðarins og þannig gegn fjárfestingastefnu sjóðsins okkar.

Og vorum svo sökuð um „skugga“ stjórnun með því að álykta um málið með opinberum hætti.

Ég vona að almenningur átti sig á því að ofansögð inngrip og afskipti stjórnmálanna og Seðlabanka Íslands eru mun alvarlegri en skoðanir forystufólks í verkalýðshreyfingunni.

Það sem er að raungerast er ákveðið form spillingar sem felst í mögulegum skaða sem fyrirliggjandi lagabreytingar geta haft i för með sér og svo grófri mismunun á milli fjárfesta þar sem almenningur (í gegnum lífeyrissjóðina) er læstur inni í krónu á meðan aðrir komast út.

Þetta hefur alvarleg og neikvæð áhrif á stöðu lífeyrissjóðanna og fjárfestingarkosti þeirra.

Það er dapurlegt og í raun ömurlegt að horfa upp á leikritin sem sett eru upp til að afvegaleiða umræðuna.

Ég vona að þeir þingmenn ,ef einhverjir eru, sem ekki eru litaðir af sérhagsmunum eða meðvirkni gagnvart spillingu, sjái til þess að þessar breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða fari ekki í gegnum þingið.
Ég skora einnig á stjórnir lífeyrissjóða að beita sér fyrir því að ofangreindar lagabreytingar nái ekki fram að ganga.

Og setja það sem skilyrði fyrir þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair að ný stjórn og stjórnendur verði settir yfir félagið. Ef sjóðirnir ætla svo á annað borð að taka þátt ættu þeir að takmarka áhættuna með því að skrá sig fyrir, í mesta lagi, helming bréfa til að fá úr því skorið hvort þetta snúist eins og venjulega um að láta almenning blæða fyrir bullið eða hvort almennir fjárfestar séu jafn auðtrúa á áætlanir stjórnenda Icelandair.

Það er dapurlegt og í raun ömurlegt að horfa upp á leikritin sem sett eru upp til að afvegaleiða umræðuna.

Hvað má og hvað má ekki og hverjir mega?

Stjórn VR gegnir mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart sjóðnum sem við skipum helming stjórnarsæta í.

Svona eins og hálfgerðu móðurfélagshlutverki.

Valdamikil öfl í íslensku samfélagi hafa sett það í óskráðar leikreglur að hvorki stjórn VR né almennir sjóðfélagar mega hafa skoðanir á einstaka fjárfestingum lífeyrissjóða og allar tilraunir til eftirlits og gagnrýnna spurninga hrópaðar sem tortryggileg skuggastjórnun.

Á meðan vaða sérhagsmunir, atvinnulífið, stjórnmálin, embættismenn og annað skuggalegt lið um almannasjóði á skítugum skónum með klapplið eftirlitsstofnana eins og skugga á eftir sér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: