Greinar

Þau sjálf og svo við hin

By Miðjan

October 12, 2020

Þau skipa sér í flokk „fyrirmenna“. Þeim þykir að þeim leyfist mun meira en okkur hinum. Í þeirra huga eru reglurnar fyrir okkur. Ekki fyrir þau.

Framferði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur nú, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur þá og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur er hrópandi dæmi um hvernig „fyrirmennin“ haga sér. Þeim leyfist allt, hið minnsta flest.

Þau setja reglurnar. Ekki um eigið líf. Alls ekki. Bara um líf okkar hinna. Samtrygging „fyrirmennanna“ er nánast órjúfanleg. Þess vegna geta þau haldið áfram að vanvirða reglurnar. Eftirmálar verða engir. Þannig er það.

Enn hefur ráðherrann Þórdís Kolbrún ekki sýnt fram á að hún hafi ekki þegið viðurgjörning þegar hún sletti úr klaufunum með vinkonum sínum. Sem er stórfurðulegt.

Allar hafa þær sagst hafa breytt rangt. En er þeim alvara í huga? Nei.

-sme