
Jóhann Þorvarðarson:
Blygðunarlaust, leggur tvíeykið dómkvöddum matsmanni orð í munn. Tilgangurinn var að núlla út ítarlegt og skriflegt mat hans til að komast að þóknanlegri dómsniðurstöðu.
Í september þá féll héraðsdómur á Austurlandi. Þar segir að lögregla og ákæruvald hafi tekið sér skáldaleyfi og lagt brotaþola í málinu orð í munn. Dómarinn ávítti hina sömu einnig fyrir að rannsaka ekki málið með viðeigandi hætti. Sleppt var að ræða við vitni á vettvangi. Vinnulagið er brot á lögum um meðferð sakamála. Því miður þá er þetta langt því frá að vera einsdæmi og augljóst að refsivilji ákæruvaldsins ríður súðum þar innandyra.
Prýðilegt var hjá dómaranum að hirta ákæruvaldið, en dómarar þurfa samt að fara í sjálfsskoðun enda hafa sumir dómarar lagt aðilum í dómsmáli orð í munn. Í greininni „Óhreinindi Landsréttar!“ er sagt frá slæmri hegðun Hervarar Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar, og Aðalsteins E. Jónassonar, landsréttardómara. Blygðunarlaust, leggur tvíeykið dómkvöddum matsmanni orð í munn. Tilgangurinn var að núlla út ítarlegt og skriflegt mat hans til að komast að þóknanlegri dómsniðurstöðu. Þar til þá eru ákúrur Austfjarðadómarans eins og þegar blindur leiðir haltan áfram.