- Advertisement -

Þegar kynnirinn telur sig vera aðalnúmerið

Jóhann Þorvarðarson:

Opna þarf glugga. Hleypa staðnaða loftinu út og sjálfsgagnrýni inn. Velja þarf nýtt landslið og byggja upp sigurlið. Annað er meðvirkni.

Sá tími er runninn upp að stokka þarf allt upp á nýtt varðandi þetta íslenska Eurovision dæmi. Fá nýtt fólk að stýringu keppninnar. Fyrir utan lagið hans Daða fyrir hvað 2 eða 3 árum þá hafa Íslendingar sent léleg lög í keppnina undanfarin mörg ár. Uppskeran staðfestir það. Lagið í ár er bara prump enda komst það ekki áfram. Ekki var um söng að ræða heldur öskur.

Alla sjálfsgagnrýni vantar eins og kom berlega fram í þættinum „Alla leið“,en þar fékk lag Íslands fullt hús stiga eða fjórar tólfur.Sleikjuskapurinn náði síðan hámarki í gærkvöld þegar Felix Bergsson sagðist vera rosalega stoltur og ánægður með framlag Íslands. Og að Eurovision hópurinn í ár væri sá besti sem hann hefði verið hluti af. Tími Felix er liðinn enda er hann staðnaður hvað þessa keppni varðar. Núna er tímabært að horfa út fyrir 101 Reykjavík í leit að nýjum þáttastjórnanda og öðru fólki sem tekur lykil ákvarðanir fyrir þessa keppni.

Í gærkvöldi bar síðan í bakkafullan lækinn þegar RÚV sjónvarpaði þætti þar sem sagt var að skoða ætti Liverpoolborg innan sem utan og kynna áhorfendum undraveröld Eurovision aðdáandans. Ég var spenntur og settist fyrir framan imbakassann, en varð fyrir fullkomnum vonbrigðum. Við tók þáttur sem var sjálfsdýrkun Sigurðar Gunnars á sjálfum sér ásamt misheppnuðu gríni þröngs hóps sem vinnur að Eurovision bak við tjöldin. Enginn skyldi neitt. Algjörlega misheppnaður þáttur. Að horfa á þáttinn var eins og að koma inn  á bar þar sem barþjóninn álítur sig vera aðalnúmerið á staðnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef Eurovision væri íþróttakeppni þá væru allir sammála um að staldra þurfi við og fara í naflaskoðun. Opna þarf glugga. Hleypa staðnaða loftinu út og sjálfsgagnrýni inn. Velja þarf nýtt landslið og byggja upp sigurlið. Annað er meðvirkni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: