- Advertisement -

Þegar Lilja Rafney spurði gagnlausrar spurningar

Ég hef ekki heyrt neinn stjórnmálaflokk tala um þessa útfærslu eins furðulegt og það er nú. Og Vinstri græn hafa verið alveg þögul um þetta efni!

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Lilja Rafney þingmaður spurði fjármálaráðherra rangrar spurningar á dögunum. Hún vildi fá að vita hvað það kostaði ríkissjóð ef tekjur upp að 250 og 350 þúsund krónum yrðu skattfrjálsar. Svarið var á bilinu 88 til 168 milljarðar króna. Spurningin er gölluð þegar haft er í huga að tilgangur skattleysis er að koma til móts við þá sem hallast standa í samfélaginu. Hún hefði frekar átt að spyrja við hvaða launamörk væri hægt að hafa persónuafsláttinn núll krónur og færa hann niður til bágstaddra þannig að sá hópur nyti tvöfalds persónuafsláttar og þar með skattleysis upp að nauðþurftum.

Svarið er einfalt, aðgerðin myndi ekki kosta ríkissjóð neitt á sama tíma og jöfnuður myndi aukast. Hálaunafólk þarf ekki á persónuafslætti að halda enda fjárhagsstaða þess góð. Áhrifin á eftirspurnina í hagkerfinu yrðu jákvæð því jaðarneysluþörf láglaunafólks er miklu meiri en hjá efnafólki. Samhliða þessu þá er láglaunafólk líklegra til að eyða auknum ráðstöfunartekjum innanlands. Breyting á skattkerfinu í þessa veru stuðlar því að sjálfbærra og stöðugra hagkerfi. Til aukreitis þá myndi aðgerðin einfalda kjarasamninga vinnumarkaðnum til heilla. Atvinnuleysi myndi að jafnaði minnka og sveiflast minna. Ég hef ekki heyrt neinn stjórnmálaflokk tala um þessa útfærslu eins furðulegt og það er nú. Og Vinstri græn hafa verið alveg þögul um þetta efni!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: