- Advertisement -

Þegar lítil þúfa veltir þungu hlassi

Þetta er upprétt langatöng framan í popúlista sem kyrja falskan áróður um ES og EES samninginn!

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Oft er því ranglega haldið fram af andstæðingum alþjóðasamstarfs (lesist EES samningurinn) að lítil ríki hafi engin áhrif. Í þessu samhengi er Evrópusambandið (ES) uppnefnt sem grýlubákn sem troði á þeim litla.

Nú flytur RÚV þá frétt frá Austurríki að þingmenn þar í landi hafi hafnað fríverslunarsamningi ES og MERCOSUR ríkjanna (Argentína, Brasilía, Paragvæ, Úrúgvæ og Venesúela). Ástæðan er stefna Brasilíu í umhverfismálum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

ES verður þar með að hafna samningnum í heild sinni vegna afstöðu litla Austurríkis. Þetta er upprétt langatöng framan í popúlista sem kyrja falskan áróður um ES og EES samninginn!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: