
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Segir starfsfólkið í algjöru áfalli þó það hafi legið fyrir frá því áður en núverandi meirihluti var kosinn til valda að fara ætti í kerfisbreytingar og nútímavæðingu Eflingar.
Sumir lögmenn leggjast afar lágt í að afla sér verkefna eða auglýsa eigin þjónustu. Minnisstætt er þegar einn slíkur elti sjúkrabíl af vettvangi til að bjóða hinum slasaða þjónustu sína. Forgangurinn var ekki heilsa þess slasaða heldur að tryggja sér velborgandi verkefni. Nú hefur Sylvía Ólafsdóttur fyrrverandi starfsmaður Eflingar boðið uppsögðum starfsmönnum ókeypis lögfræðiaðstoð. Segir starfsfólkið í algjöru áfalli þó það hafi legið fyrir frá því áður en núverandi meirihluti var kosinn til valda að fara ætti í kerfisbreytingar og nútímavæðingu Eflingar.
Sylvía segist haldin ofboðslegri réttlætiskennd og henni sé misboðið. Lögmanninum finnst alveg ómögulegt að uppsagnirnar hafi verið sendar með nútímatækni, tölvupóst, og að næturlagi. Útfærslan er auðvitað aukaatriði, en Sylvía gleymir að starfsfólkið er hvatt til að sækja aftur um þegar störfin verða auglýst að nýju. Þannig að það á sinn möguleika að verða ráðið aftur til starfa.
Hvergi, nema hjá dómstólum landsins, er fólk með æviráðningu og getur því hvenær sem er lent í atvinnumissi af margvíslegum ástæðum. Í stað þess að kanna hlægilegan skaðabótagrundvöll vegna uppsagnanna þá ætti Sylvía að aðstoð fólkið við að komast að hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði. Það eru nefnilega til dómafordæmi um að rökstuddar uppsagnir eða útfærsla þeirra veita ekki skaðabótarétt.
Framstig Sylvíu er drifið áfram af eigin hagsmunum um að komast á forsíður fjölmiðla því margt af því fólki, sem nú þykist upplifa vanlíðan og voða mikinn hissugleika, hikaði ekki við að sáldra lygum um víðan völl um Sólveigu Jónsdóttur og Viðar Þorsteinsson. Hvar var réttlætiskennd Sylvíu þá og misbauð henni sú framganga?