Mynd: Stjórnarráðið.

Greinar

Þess vegna er Bjarni svona kátur

By Gunnar Smári Egilsson

March 13, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Svona virkar þetta. Frammi fyrir sameiginlegri ógn höfða stjórnvöld til samstöðu, sem á endanum er aðeins um að flytja fé úr almannasjóðum til einkafyrirtækja. Engar aðgerðir til að styðja almennings. Alþingi samþykkir samhljóða. Engar athugasemdir við að Ísal eða Arionbanki, Kvika eða Samherji fái samkvæmt þessu ókeypis lán hjá ríkissjóði. Allir verða að samþykkja í nafni samstöðu, sem þó er aðeins samstaða með fyrirtækja og fjármagnseigendum.

Í Bandaríkjunum mótmælir enginn heimskulegum aðgerðum Donald Trump af ótta við að vera kallaðir svikarar við þjóðina. Hér er verið að byggja upp ástand þar sem Bjarni Benediktsson fær að vaða um eignir og sjóði almennings og deila út til vina sinna. Það er ekki í bólunni sem auðvaldið herðir tökin, heldur í Hruninu. Þá skapast tækifærin til að kaupa upp smærri fyrirtæki og ná undir sig eignum á hrakvirði. Þess vegna er Bjarni svona kátur.