- Advertisement -

Þessi Aldís Hafsteins

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Þetta er gelt viðhorf sem á rætur að rekja til Sjálfstæðisflokksins sem sér ofsjónir yfir öllu sem heitir opinbert. Halda að engin verðmætasköpun eigi sér stað hjá opinberum starfsmönnum.

Aðkallandi er að spyrja af hverju Aldís gengur ekki fram með góðu fordæmi og lækkar eigin milljónalaun?

Engin fjárfesting er jákvæðari og hagkvæmari en sú sem beinist að ungviðinu í landinu. Hún skilar árangri marga áratugi fram í tímann eða alla ævi einstaklinganna. Það var því undarlegt að hlusta á Aldísi Hafsteinsdóttur á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga. Sagði hún að launahækkanir opinberra starfsmanna eigi ekki að vera leiðandi heldur ætti það að vera almenni launamarkaðurinn. Tiltók hún síðan sérstaklega að hinar gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar ættu að vera leiðandi.

Þetta er gelt viðhorf sem á rætur að rekja til Sjálfstæðisflokksins sem sér ofsjónir yfir öllu sem heitir opinbert. Halda að engin verðmætasköpun eigi sér stað hjá opinberum starfsmönnum. Þetta er meiriháttar misskilningur. Fylgjendur flokksins eru haldnir þeirri villutrú að ekkert fáist í staðinn fyrir skattgreiðslurnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fram hjá þessu er ekki hægt að líta.

Fyrir það fyrsta þá skapa opinberir starfsmenn miklar gjaldeyristekjur þó þær færist ekki til tekna í ríkisbókhaldið eða þjóðhagsreikninga með tilhlýðilegum hætti. Starfsfólk sem vinnur að heilbrigðis- og menntamálum er sífellt að undirbúa skjólstæðinga sína fyrir vinnumarkaðinn. Almenni markaðurinn fær aðgang að hæfu starfsfólki og fyrir það greiða fyrirtækin opinber gjöld.

Miðað við skipan mála í dag þá leggur hið opinbera grunninn að gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Fram hjá þessu er ekki hægt að líta. Tímabært er að verðmeta ábatann og hengja hann á rétta staði til að vega upp á móti útvörpuðum fordóm Aldísar og Sjálfstæðisflokksins. Starfsfólk leikskóla, sem var umtalsefni á ráðstefnunni, er ekki ofalið. Langt því frá. Fólkið gegnir veigamiklu hlutverki í að undirbúa æskuna fyrir framtíðina. Hagurinn af verðmætasköpuninni er bara ekki tekjufærður í bókhald sveitarfélaga jafnóðum. Þannig að það er ósanngjarnt og grunnhyggið að tala um starfsfólk leikskóla sem útgjaldavandamál sem leitt geti til stórslyss.

Aðkallandi er að spyrja af hverju Aldís gengur ekki fram með góðu fordæmi og lækkar eigin milljónalaun til að laga fjárhagsstöðu Hveragerðisbæjar?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: