- Advertisement -

Þessi Rannveig er engu betri en tungufossinn

Jóhann Þorvarðarson:

Í mars 2020 þá tók bankinn ákvörðun um að afnema sveiflujöfnunarauka lánastofnana og jókst þar með útlánagetan um 300 milljarða króna. Eða um 12 prósent samtals.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, komu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær. Á fundinum þá opinberaði bankinn, enn og aftur, að honum er stjórnað af fólki, sem hvorki kann að skammast sín né gangast við ábyrgð eigin gjörða.

Á fundinum þá sagði Rannveig orðrétt „Það töluðu margir um að þessir vextir, 0,75% vextir sem við fórum með lægst í, væri eitthvað sem við myndum búa við til framtíðar. Það er því miður ekki þannig. Það voru mjög margir sem hefðu getað talað öðruvísi og varað fólk við.“  Hér getur hún ekki annað en átt við seðlabankastjóra, sem sagði þegar vextir voru á húrrandi niðurleið að þeir væru komnir til með að vera lágir.

Margir áhugasamir um kaup á eigin íbúð hlustuðu á orð seðlabankastjóra, vegna stöðu hans, og keyptu íbúð á lágum vöxtum. Núna er öldin önnur og vextir í háum hæðum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Líttu þér nær Rannveig og axlaðu ábyrgð.

Ég man ekki eftir því að Rannveig hafi andmælt yfirmanni sínum eða haft uppi varnaðarorð, sem hún krefur aðra um að hefðu átt að hafa uppi. Nei, hún var lokuð inni í sínum bónaða fílabeinsturn og horfði á skrílinn setja upp blæðandi skuldaól.

Í mars 2020 þá tók bankinn ákvörðun um að afnema sveiflujöfnunarauka lánastofnana og jókst þar með útlánagetan um 300 milljarða króna. Eða um 12 prósent samtals. Engar fjárgirðingar voru settar upp um féð og gat það hlaupið hindrunarlaust um hagkerfið.

Eftir ákvörðunina þá lét seðlabankastjóri hafa eftir sér að tilgangurinn væri að örva fasteigna- og byggingamarkaðinn. Landsmenn þekkja eftirleikinn enda hann vel skrásettur. Í kjölfar ákvörðunarinnar þá var seðlabankastjóri mikið fjölmiðlum. Má þar til dæmis nefna tvö breiðsíðuviðtöl við vinina á Fréttablaðinu. Aldrei komu varnaðarorð frá honum um að fólk ætti að fara varlega. Nei, skrílnum var att út á foraðið og Rannveig sat hljóð hjá. Líttu þér nær Rannveig og axlaðu ábyrgð. Já, og taktu Ásgeir tungufoss með þér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: