- Advertisement -

Þetta er svona meðalmánuður

Jóhann Þorvarðarson:

Eins og staðan er í dag þá met ég það svo að 11-12 prósent verðbólga sé enn í kortunum vegna þess að allra nýjustu hagtölur hér heima og í nágrenni okkar eru spennuþrútnar, því miður.

Nýr álestur verðbólgumæla í mars segir okkur að verðhækkanir hafi verið í rúmu meðallagi þegar litið er til marsmánaða. Þó einhverja huggun sé hægt að finna í álestrinum þá ber að varast að draga miklar ályktanir út frá punktmælingunni. Ef ég lít til dæmis yfir síðustu þrjá mánuði og umreikna verðhækkanir yfir á ársgrundvöll þá væri verðbólgan 11,9 prósent. Og ef síðustu sex mánuðir eru færðir yfir heilt ár þá væri verðbólgan 9,3 prósent, en hún er í raun 9,8 prósent. Þannig að til skemmri tíma litið þá er verðbólgan enn í umtalsverðri sókn. Í kortunum er síðan ekki að finna áreiðanlegt tölulegt munstur sem vísar niður á við.

Eins og staðan er í dag þá met ég það svo að 11-12 prósent verðbólga sé enn í kortunum vegna þess að allra nýjustu hagtölur hér heima og í nágrenni okkar eru spennuþrútnar, því miður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: