- Advertisement -

Þetta eru laun Boga Nils Bogasonar

Eftir lækkunina þá eru laun Boga Nils 3,9 milljónir króna á mánuði á meðan meðallaun flugfreyja hjá Icelandair eru vel undir 470 þúsund krónum á mánuði.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá eru laun Boga Nils Bogasonar forstjóra Icelandair 5,6 milljónir króna á mánuði þegar allt er talið til. Tilkynnt var fyrir nokkrum vikum að hann hafi tekið á sig 30 prósent launaskerðingu vegna ástands á mörkuðum og stöðu Icelandair. Eftir lækkunina þá eru laun Boga Nils 3,9 milljónir króna á mánuði á meðan meðallaun flugfreyja hjá Icelandair eru vel undir 470 þúsund krónum á mánuði. Þrátt fyrir að Icelandair sé tæknilega gjaldþrota eins og krísu-samningar við kröfuhafa endurspegla svo vel þá er Bogi Nils eftir sem áður með best launuðu körlum landsins. Til samanburðar þá er forsætisráðherra með 2,2 milljónir króna á mánuði og þykir mörgum nóg um.

Nú þegar Icelandair ætlar að gera tilraun til að afla nýs hlutafjár og sækir stíft á lífeyrissjóði landsmanna þá er sanngjarnt að í væntanlegri útboðslýsingu komi skýrlega fram hver laun forstjóra og lykilstjórnenda eiga að vera. Upplýsingarnar munu endurspegla svo vel hvort aðilarnir sem nú sitja í stjórn Icelandair séu í jarðsambandi.

Icelandair fær ekki ný lán óstutt.

Ekki skal það látið ónefnt að Icelandair hefur óskað eftir að skattborgarar landsins ábyrgist lánalínu fyrir fyrirtækið vegna þess að það fær ekki ný lán óstutt. Í Þýskalandi var sú leið farin að þýska ríkið eignaðist yfir 20 prósent af hlutafé fyrirtækisins í staðinn fyrir aðstoð af ýmsum toga. Hér á landi væri eðlilegt að gera slíkt hið sama ef menn taka þá röngu ákvörðun að veita ríkisábyrgð. Í þessu sambandi verður að huga að því að ríkið verði ekki skaðabótaskylt gagnvart þrotabúi WOW air, en félagið falaðist eftir ríkisábyrgð og fékk neitun þegar það stefndi í gjaldþrot.

Stjórnarformaður fyrirtækisins Úlfar Steindórsson er með 887 þúsund krónur á mánuði fyrir stjórnarsetuna á mánuði á sama tíma og meðallaun í landinu eru 527 þúsund krónur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: