Mannlíf

Þingkonum Framsóknar var hafnað

By Miðjan

June 21, 2021

Þrjár af fjórum þingkonum hafa fengið skelli í prófkjörum flokksins. Sú eina sem ekki hefur verið hafnað er varaformaðurinn, Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Hún þurfti ekki í prófkjör þar sem kjörnefnd valdi listann í hennar kjördæmi.

Líneik Anna Sævarsdóttir sóttist eftir fyrsta sæti í sínu kjördæmi en fékk ekki. Hún skipar annað sæti listans. Halla Signý Kristjánsdóttir sóttist eftir að vera áfram í öðru sæti á listanum í Norðvestri en var hafnað. Hún verður í þriðja sæti listans. Og á enga von um þingsæti.

Nýjustu tíðindin er þau að Silja Dögg Gunnarsdóttir féll í prófkjöri flokksins í Suðri. Úrslitin komu flestum á óvart. Allar núverandi þingkonur flokksins, sem þurftu að gangast undir val flokksfélaga sinna, urðu undir.

Hlutskipti karlanna var allt annað.