Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra.

Stjórnmál

Þingmenn Sjálfstæðisflokks harðir gegn Hálendisþjóðgarði

By Miðjan

December 08, 2020

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er í miklum mótbyr. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hópast gegn frumvarpi hans um Hálendisþjóðgarð.

Ásmundur Friðriksson var fyrstur þeirra til að tjá sig um málið á Alþingi í dag. Andstaða hans er mikil og ákveðin. Svo virðist sem Vinstri grænna bíði niðurlæging.

Ásmundur sagði hálendið var í góðum höndum bænda og annarra og að fullkominn óþarfi sé að gera breytingar á því fyrirkomulagi sem nú sé.