- Advertisement -

Þjóðin er ekki svona gleymin, er það nokkuð?

Benedikt er aftur á móti ekki ómissandi.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Benedikt Jóhannesson er byrjaður að kynna sjálfan sig sem oddvitaefni fyrir Viðreisn í næstu Alþingiskosningum. Almannatenglar og ljósmyndir eru komnar í umferð sem eiga að byggja upp laskað traust og brotna dómgreind Benedikts. Væntingar Benedikts segja okkur að hann hafi ekki mikið álit á þjóðinni. Telur hana lifa án gilda og vera gleymna. Málið sem hrakti Benedikt úr stjórnmálum með skömm er aftur á móti of gróft og of alvarlegt til að það gleymist. Tilraun Benedikts minnir óneitanlega á þekktan dægurlagatexta sem segir kirkjugarðana fulla af ómissandi fólki. Benedikt er aftur á móti ekki ómissandi.

Að halda því fram, eins og Benedikt gerði, að mál sem fjallaði um uppreist æru tveggja manna í kynferðisbrotamáli gegn ólögráða stúlkum og felldi ríkisstjórn sé ekki stórt eða mikilvægt er eitthvað öfugsnúið. Slíkt viðhorf á ekki erindi inn á Alþingi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: