Greinar

Þjónkun við auðvaldið og valdastéttina

By Gunnar Smári Egilsson

October 26, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Miðað við það sem heyra má af Samfylkingarfólki og félögum í VG, þessum tveimur flokkum sem eiga rætur að rekja í verkalýðsbaráttu á fyrri hluta síðustu aldar, getur svo farið að annar mæti til kosninga í bandalagi með Sjálfstæðisflokknum og hinn í bandalagi með Viðreisn, klofningaframboði Sjálfstæðisflokksins. Ég er ekki að grínast, þetta er meira en líklega staða. Hvert haldið þið að sé mesta sundrunarafl alþýðunnar? Kannski þjónkun forystu flokka, hreyfingar, samtaka við hægrið, auðvaldið og valdastéttina?