Stjórnmál

Þorgerður segir Svandísi vera á flótta

By Miðjan

February 22, 2022

„Ég vil nefna þá ágætu staðreynd að ég hef verið ráðherra sjávarútvegsmála í tíu vikur og háttvirtur fyrirspyrjandi var ráðherra sjávarútvegsmála í tíu mánuði án þess að nokkuð drægi til tíðinda.“

„Með fullri virðingu þá finnst mér þetta svar ráðherra vera algjör flótti,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi í gær. Hún og Svandís Svavarsdóttir tókust á um stefnuna í sjávarútvegi.

Þorgerður: „Ætlar ráðherra að taka varaformann Framsóknar og viðskiptaráðherra á orðinu og koma með tillögu um hækkun veiðigjalda? Þetta er einfalt svar: Já eða nei. Ætlar ráðherra að koma með tillögu, nýta sér þessi orð og þennan vilja sem loksins er hægt að greina innan Framsóknar og koma með tillögu hingað í þingið fyrir okkur þingmenn til að taka afstöðu til?“

Svandís sagði meðal annars:

„Ég vil nefna þá ágætu staðreynd að ég hef verið ráðherra sjávarútvegsmála í tíu vikur og háttvirtur fyrirspyrjandi var ráðherra sjávarútvegsmála í tíu mánuði án þess að nokkuð drægi til tíðinda. Við skulum sjá hvað setur og ég hef a.m.k. dregið þá ályktun, af því sem fyrr hefur verið gert í þessum málaflokki, að það sé mikilvægt að almenningur fái aðkomu. Það hafa fyrri ráðherrar ekki gert þegar um er að ræða stór verkefni af þessum toga en það verður gert að þessu sinni.“