- Advertisement -

Þorsteinn Pálsson á grunnslóð

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Peningana mætti nýta í þarfa innviði og lækka erlendar skuldir landsins.

Í nýjustu grein Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu þá sleppir hann tveimur veigamiklum atriðum í grein sinni eða áttar sig ekki á mikilvægi þeirra. Það fyrra er að erlendir fjárfestar mynda enga röð eftir því að fjárfesta á Íslandi. Skortur á fjárfestingarsamkeppni heldur ávöxtunarkröfunni á Íslandi uppi. Fyrir vikið eru virkir markaðsvextir á Íslandi hærri en ella. Samkeppnisskorturinn er vandamál og á sá vandi rætur sínar að rekja til vantrúar á íslensku krónunni. Hún er einfaldlega talin skapa áhættu, sem fjárfestar geta losnað við með því að fjárfesta annars staðar og innan traustari gjaldmiðlakerfa. Samkeppnisskorturinn á Íslandi tekur á sig ýmsar myndir.

Seinna atriðið varðar gjaldeyrisvaraforða landsins. Hann er sem hlutfall að stærð hagkerfisins óvíða meiri. Þarf í raun að horfa til Ísraels til að finna sambærilegt ástand. Forðinn sveiflast frá því að vera á milli 850 – 1.000 milljarðar króna allt eftir gengi krónunnar. Seðlabankastjóri hefur óhikað gripið inn í til að viðhalda röngu verði á krónunni allt frá árinu 2020. Vandanum er þannig sópað undir teppið í stað þess að leysa hann í rauntíma. Seðlabankastjóri ætlast nefnilega til að aðrir í framtíðinni leysi hans eigin vandamál.

Ef Íslandi væri aðili að traustara myntsvæði þá myndi losna um stóran hluta af varaforðanum sem Seðlabankinn notar með ólöglegum hætti til að mynd falskt verð á krónunni. Peningana mætti nýta í þarfa innviði og lækka erlendar skuldir landsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: