- Advertisement -

Þorsteinn viðheldur misskilningi

Neytendur með eigin kauphegðun ákveða hvað er framleitt og hvaða þjónusta er veitt.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ágætur penni Þorsteinn Pálsson skrifar orðrétt í Fréttablaðið í dag „Á endanum er það þó alltaf verðmætasköpunin sem stendur undir lífskjörum, en ekki formsatriðin“. Skoðunin er algeng, en byggir á misskilningi. Eftirspurn er grundvöllur allrar verðmætasköpunar og þar með lífskjara. Án hennar þá eru fyrirtæki verðlaus, skapa engin verðmæti. Sem sagt, eftirspurnin er forsenda verðmætasköpunar!

Einu sinni var Microsoft hugbúnaður ekki til: word, excel, power point o.s.frv. Neytendur elska þessa vöru í dag og hafa kaupgetu til að nýta hana. Þess vegna blómstrar Microsoft, ekki öfugt. Sala á ritvélum og reiknivélum hrundi í samræmi við vaxandi vinsældir Microsoft. Svipaða sögu má segja um fastlínusíma og farsíma.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Samanburðurinn sýnir hvernig eftirspurn neytenda ræður örlögum fyrirtækja, en ekki öfugt. Neytendur með eigin kauphegðun ákveða hvað er framleitt og hvaða þjónusta er veitt. Nútíma hagstjórn tekur mið af þessu með því að efla og viðhalda eftirspurn neytenda á hverjum tíma, líka þeirra sem eru atvinnulausir.  Bandaríkin, eins og oft áður, hafa tekið forystu í þessum efnum í sinni hagstjórn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: