- Advertisement -

Þriggja herbergja á 10,4 milljónir

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Ég var að lesa blöðin frá því í desember 1974. Þar er verið að fjalla um byggingar í Breiðholt, m.a. blokkina að Kríuhólum 2. Þar kemur fram að hægt er að kaupa íbúðir á þessu verði, á núvirði:

  • Einstaklingsíbúð, 47 fm. 7,3 m.kr.
  • 2 herb. íbúð, 67 fm. 9,3 m.kr.
  • 3 herb. 85 fm. 10,4m.kr.
  • 4 herb. 122 fm. 12,9 m.kr.
  • 5 herb. 128 fm. 13,2 m.kr.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Af hverju er ekki lengur hægt að byggja svona ódýrar íbúðir?

Í þessum íbúðum er allt fullfrágengið, sameign úti og inni tilbúin, vélar í þvottahúsi, frystiklefi fyrir hverja íbúð og malbikuð bílastæði, segir í greininni.

Þá kemur spurningin: Hvað gerðist eiginlega? Af hverju er ekki lengur hægt að byggja svona ódýrar íbúðir? Eða er kannski svona ódýrt að byggja en það er bara smurt svo þykkt ofan á söluverðið í dag?

(Ég framreiknaði með neysluvísitölu. Ef byggingarvísitala væri notuð yrði verðið örlítið hærra, nokkrum tugum þúsunda.)


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: