- Advertisement -

Þröstur ekki hissa á Ragnari Þór

Þröstur Ólafsson.

„Ég get ekki sagt að mig hafi undrað þegar formaður VR geystist fram á völlinn vígólmur af vandlætingu yfir framferði Icelandair, þegar fyrirtækið beitti flugfreyjur óvenjulega harkalegum brögðum. Icelandair taldi sig vera að berjast fyrir lífi sínu og þegar svo stendur er öllum vopnum beitt – aðalatriði að þau bíti,“ skrifar Þröstur Ólafsson, sem meðal annars var framkvæmdastjóri verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar.

„Ákveðin harka og einsýni í samskiptum á vinnumarkaði og innan verkalýðshreyfingarinnar virðist vera að festa sig í sessi. Við höfum orðið vitni af átökum innan tveggja stærstu verkalýðsfélaga landsins þar sem hreinsanir og krafan um fullkomna undirgefni við stjórnendur félaganna hefur valdið ólgu og ugg. Þegar formaður VR útvíkkar hlýðnikröfuna til fulltrúa stjórnarfulltrúa félagsins í Lífeyrissjóði VR þá tekur steininn úr. Ég fæ lífeyri úr LVR. Þegar lífeyrissjóðaaðild var lögfest 1970 og fjölmargir nýir sjóðir stofnaðir var það yfirlýst stefna hjá báðum aðilum að ekki mætti beita stjórnaraðild í pólitískum tilgangi, því hvorki verkalýðsfélögin sem slík né atvinnurekendasamtök ættu þessa peninga, heldur sjóðfélagar. Á sjóðunum hvíldi sú krafa að ávaxta fjármunina sem best.“

Þröstur endar svona: „Ef stjórnendur sjóðsins eru undir stálhæl pólitískrar forystu VR í ákvörðunum sínum eru það ekki ávöxtunarsjónarmið sem ráða ferð, heldur duttlungar stjórnar VR.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: