- Advertisement -

Þunnildi í boði Gísla Marteins

Jóhann Þorvarðarson:

Engin furða að ég stend orðið upp frá þættinum, en sný þó til baka til að sjá Festivalið.  Getur RÚV ekki gert betur?

Hvað ætli aðrir rithöfundar hugsi nú þegar forsætisráðherra landsins mætir í þáttinn Vikan með Gísla Marteini og fær víðfeðma auglýsingu um bók sem hún samritaði með öðrum rithöfundi? Þáttastjórnandinn gat bara ekki hætt að ota bókinni að myndavélinni eins og að hann hafi sjálfur fjárhagslega hagsmuni af því að bókin seljist. Sama átti sér stað fyrir viku síðan þegar bók Eddu Falak var potað að myndavélinni.

Annars er þáttur Gísla Marteins hið mesta þunnildi. Sömu gestirnir koma aftur og aftur og landsbyggðarfólk er sjaldséðara en hvítur hrafn. Það liggur við að þetta sé einhver vesturbæinga þáttur. Þetta er allavega þáttur sem nær vart út fyrir Grensásveginn. Og brandarar þáttastjórnandans eru, nei ég segi ekki meir. Engin furða að ég stend orðið upp frá þættinum, en sný þó til baka til að sjá Festivalið.  Getur RÚV ekki gert betur?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: