- Advertisement -

Þurfum að losna við stórútgerðina

Gunnar Smári skrifar:

Þarna kemur fram að lágmarkslaun fyrir fiskvinnslufólk í Noregi er 2.869 ísl. kr. á tímann. Hér á landi eru lægstu laun fyrir almennt fiskvinnslufólk 1786 kr. Íslenskt fiskvinnslufólk fær því aðeins tæplega 2/3 af launum fiskvinnslufólks í Noregi.
Auðvitað á að hækka veiðigjöld á stórútgerðina en það er ekki síður mikilvægt að krefjast þess að hún borgi mannsæmandi laun. Miðað við 170 tíma á mánuði hefur stórútgerðin um 2,2 m.kr. af hverri fiskverkakonu á ári, bara með því að borga lægra dagvinnukaup en sjávarútvegsfyrirtæki í Noregi gera, þótt afurðin sé seld á líku verði á sömu mörkuðum.
Samkvæmt Hagstofunni vinna um 3100 manns við fiskiðnað á Íslandi. 2,2 m.kr. á hvern þeirra sem vantar í launaumslagið yfir árið gera 6,8 milljarða króna á ári. Bara fyrir dagvinnuna.
Vandinn við vald stórútgerðarinnar á Íslandi birtist ekki bara í lágum veiðigjöldum heldur út um alla atvinnugreinina. Ægivald fárra hefur í raun brotið hana niður. Til að lagfæra þetta er ekki nóg að hækka veiðigjöldin, sem svo sannarlega er þarft, heldur þarf að losa sjávarútveginn við stórútgerðina, færa völdin til fólksins sem skapar verðmætin hringinn í kringum landið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: