- Advertisement -

Þúsundir kvartana berast vegna stressaðra og vansælla strætóbílstjóra

2.778 kvartanir bárust Strætó í fyrra.

Kolbrún Baldursdóttir.

Kvörtunum viðskiptavina rignir yfir Strætó. Kvartað er undan framkomu starfsmanna, aksturslagi og tímasetningum vagnanna.

Í könnun sem var gerð meðal starfsmanna kom fram að meira en helmingur starfsmanna Strætó er vansæll og stressaður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þegar meiri en helmingur svarenda segist finna fyrir streitu í vinnunni má velta fyrir sér hvort streita kunni að tengjast eitthvað þessu háa hlutfalli ábending og kvartana t.d. þeim hluta sem snúa að framkomu og aksturslagi?“ Þetta segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.

Hún segir að hjá Strætó sé afar skekkt kynjahlutfall. „Hlutfall kvenna sem eru vagnstjórar er aðeins 12%. Heildarfjöldi 185 vagnstjórar, konur 20 og karlar 165. Kvartanir og eða ábendingar voru, árið 2018, 2.778 og hafði fjölgað nokkuð frá árinu áður. Ef streita hleðst upp í starfi þekkjum við það öll að hún getur laðað fram einkenni sem hefur áhrif á framkomu okkar og atferli. Því ber þó að fagna að vinnustaðarmenningin á staðnum virðist fara batnandi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: