- Advertisement -

Til hamingju Reykjavík

Á sínu tíma þá lagðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn verkefninu alveg eins og í dag.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Allir ættu að samgleðjast borgarstjóra Reykjavíkur þegar hann táraðist af gleði við það að sjá smáhýsin spretta upp í Gufunesinu. Húsnæði sem er ætlað heimilislausu fólki. Verkefnið hefur verið í farvatninu um nokkurt skeið og mætt óskiljanlegum fordómum. Ég hygg að þegar upp verður staðið þá muni margir heimilislausir minnast þessa úrræðis með miklu þakklæti. Nýr kafli getur nú hafist af mannlegri reisn ásamt auknum líkum á langtíma árangri til betra lífs. Fólkið mun án nokkurs vafa endurgjalda aðstoðina í framtíðinni með margvíslegum og ómetanlegum hætti.

Meirihlutinn í borginni hefur staðið sig vel í þessu máli. Ég held að á engan sé hallað þegar ég nefni alveg sérstaklega hana Heiðu Björgu Hilmisdóttur formann Velferðarráðs borgarinnar. Hún hefur verið vakin og sofin yfir verkefninu. Þegar frá líður þá mun engin fjárfesting á vegum borgarinnar reynast jafn arðsöm og þessi smáhýsi því við verðleggjum ekki líf fólks. Ég sem íbúi í Grafarvoginum fagna svo sannarlega komu fólksins og býð það velkomið. Ég spái því að smáhýsin verði eins farsæl og lagning göngu- og hjólastíga með fram ströndum borgarinnar. Á sínu tíma þá lagðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn verkefninu alveg eins og í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: