- Advertisement -

Tölfræðilegur ómöguleiki Inga Tryggvasonar

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Með öðrum orðum það er enginn möguleiki að atkvæðin 12 hafi lent í sama bunkanum. Og líkurnar verða enn skrýtnari að 9 af þessum 12 atkvæðum hafi tilheyrt Sjálfstæðisflokknum.

Tölfræðin lýgur ekki og hún er tilfinningalaus.

Það hefur verið upplýst að atkvæðin 12 sem dúkkuðu óvænt upp við endurtalningu á Hótel Borgarnesi hafi öll legið í sama bunkanum. Og það sem meira er þetta var fyrsti bunkinn sem tekinn var til endurtalningar. Í hverjum bunka eru samtals 50 atkvæði og fjöldi atkvæða í Norðvestur kjördæmi var 17.666 samtals. Fjöldi bunka var því 353 samtals.

Líkurnar á því að tiltekið eitt atkvæði lendi í tilteknum bunka eru því ekki nema 0,28 prósent. Ef hverjum bunka væri gefið númer frá 1-353 og síðan væri tölunum ruglað saman eins og gert er í lottó úrdrætti þá eru líkurnar einnig ekki nema 0,28 prósent að einhver tiltekinn bunki verði fyrst fyrir valinu í endurtalningu. Þetta kallast stórkostleg ólíkindi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengslin:

Lýðræðisorðspor Íslands riðar til falls og við skulum ekki gleyma að Ingi Tryggvason er Sjálfstæðismaður.

Hverjar eru þá líkurnar á að öll 12 atkvæðin lendi í einum og sama bunkanum? Þegar ég stilli dæminu tölfræðilega upp þá verða tölurnar ægilega stórar. Svo stórar að reiknivélarnar sem ég hef aðgang að ráða ekki við útreikningana. Glöggt auga sér samt í hendi sér að það eru mörg núll, jafnvel hundruð ef ekki þúsundir núlla, sem koma áður en fyrsti tölustafurinn sýnir sig. Með öðrum orðum það er enginn möguleiki að atkvæðin 12 hafi lent í sama bunkanum. Og líkurnar verða enn skrýtnari að 9 af þessum 12 atkvæðum hafi tilheyrt Sjálfstæðisflokknum.

Tölfræðin lýgur ekki og hún er tilfinningalaus. Varpar skýru ljósi á atburðarásina og það vafningalaust. Það er því algjör óþarfi fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að velkjast í vafa um hvað gerðist milli talninga í Borgarnesi. Einhver kom þessum tólf atkvæðum fyrir í bunkanum, sem nú er kominn í sögubækurnar. Hver það var er aukaatriði, en myndefni frá vettvangi staðfestir að Ingi Tryggvason var fyrstur á vettvang. Hann gat athafnað sig aleinn í salnum drjúga stund. Trúverðugleiki kosninganna er undir í málinu. Endurkosning verður að fara fram. Helst á landinu öllu því ábendingar hafa verið lagðar fram um að umgengni um utankjörfundaratkvæði á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óviðunandi. Innsigli voru rofin án viðveru eftirlitsaðila. Lýðræðisorðspor Íslands riðar til falls og við skulum ekki gleyma að Ingi Tryggvason er Sjálfstæðismaður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: