Eyjólfur Árni og Sólveig Anna. Í gær fór vel á með þeim. Vonbrigði dagsins i dag eru því meiri. RÚV – Ragnar Visage.

Fréttir

Treystir SA á að Alþingi stöðvi verkfallið

By Miðjan

February 16, 2023

„SA ætlar ekki að semja við Eflingu. Gera kröfu um lagasetningu frá Alþingi. Það þarf mikla stjórnkænsku hjá VG til að hindra að eftirfarandi staða komi upp:

VG gæti endað með tvo kosti, báða hroðalega. Að setja lög á verkfall og lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna. Lifa mögulega þennan slag af en lenda svo í apríl í átökum við opinbera starfsmenn sem endanlega mun ganga frá flokknum,“ skrifar Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarsambandsins.

„Hinn er að leyfa Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Viðreisn (+ Miðflokki mögulega) að keyra lög í gegnum þingið.

Ég hygg að VG hugnist hið síðarnefnda og hinir raunverulegu valdhafar í landinu (sem sitja fæstir á Alþingi) vilja það líka. Þá myndi stjórnin væntanlega liðast í sundur um leið (Katrín gæti t.d. tekið svipaða útgönguleið og stöllur hennar í Skotlandi og Nýja-Sjálandi) og hægri stjórn taka við með það að markmiði að „tryggja öryggi og stöðugleika“. En að öllum líkindum myndi slík flétta enda í átökum í ætt við þau sem við þekkjum frá níunda áratugnum. Nánast borgarastríði á vinnumarkaði.“